Höfundar: Amanda Cross, Nanna Rögnvaldsdóttir

Langar þig til að passa í uppáhaldskjólinn þinn, líta vel út á baðströndinni eða breyta lífsstíl og líkamsvexti? Byrjaðu þá á því að léttast um þrjú kíló á einni viku. Engar erfiðar æfingar eða flóknar uppskriftir. Drekktu safa og kílóin hverfa!

Sjö daga safakúrinn er ótrúleg bók sem gerir ítarlega grein fyrir því hvernig þú getur misst kíló með því að drekka bragðgóðan og næringarríkan safa í eina viku.

En það er einnig farið yfir vísindin á bak við kúrinn, ýmsar góðar æfingar sem er gott að iðka ítrekað, undirbúningsatriði sem er gott að hafa í huga áður en kúrinn hefst og gagnleg ráð um hvernig er gott að fylgja kúrnum eftir með fjölbreyttu mataræði og hreyfingu.

  • Hollur og hraðvirkur kúr sem losar líkamann við eiturefni og aukakíló.
  • 42 uppskriftir að ljúffengum og heilsusamlegum safadrykkjum.
  • Greinargóðar upplýsingar um kúrinn og áhrif hans, hvatningarorð, hugmyndir að heilsusamlegu snarli og léttar líkamsæfingar.
  • Bættu útlitið og auktu vellíðanina – á aðeins sjö dögum.

Höfundurinn, Amanda Cross, hefur meðal annars starfað sem sjónvarpskynnir, skrifað greinar um heilsu og útlit í blöð og tímarit og sent frá sér nokkrar bækur um heilsu og hollt mataræði.