Þú ert hér://Sjóræninginn

Sjóræninginn

Höfundur: Jón Gnarr

„Framtíðin lá opin fyrir framan mig eins og svartur hellir. Ég óttaðist hana en vissi samt ekki hvað það var sem ég óttaðist. Ég óttaðist óvissuna. Óttaðist þennan heim sem var eins og hann væri gerður fyrir mig. Ég óttaðist einsemdina, að vera alltaf einn og útundan, að enginn myndi skilja mig eða finnast vænt um mig. Verð ég alltaf skrítinn? Verð ég alltaf eins og geimvera frá annarri plánetu?“

Rauðhærði drengurinn Jón stendur að loknum grunnskóla á vegamótum og upplifir sig algjörlega utangarðs í samfélaginu. Hann fjallar hér hispurslaust um hrakfarir sínar og áföll í íslensku skólakerfi, lýsir svæsnu einelti sem hann varð fyrir, tímabili sínu sem Hlemmari, misjafnlega lukkaðri framgöngu sinni í íslensku atvinnulífi og hörmulegum ferli sem rokksöngvari. En þó grillir í ljós; haldreipin í tilverunni verða Nina Hagen og Johnny Rotten og svo Krapotkín fursti – pönkið og anarkisminn fela í sér vonina um betra og skemmtilegra líf.

Sjóræninginn er skálduð ævisaga Jóns Gnarr eins og Indjáninn og sjálfstætt framahald þeirrar bókar. Þótt frásögn Jóns sé einatt fyndin er hún bæði einlæg og tregafull, enda má segja að öll vegferð höfundar um íslenska menntakerfið sé vörðuð harkalegum árekstrum, bæði hugmyndalegum og raunverulegum. Meðhöfundur bókarinnar er Hrefna Lind Heimisdóttir.

„Margir spyrja sig eflaust hvort þessi bók sé ævisaga eða skáldsaga. Hún er bæði. Hún er ekki alveg sönn. Það er þó engin bein lygi í henni. Ég trúi ekki á lygi.“
Jón Gnarr í eftirmála Indjánans

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 266 2012 Verð 3.190 kr.
Kilja 266 2013 Verð 2.990 kr.
Rafbók - 2013 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

4 umsagnir um Sjóræninginn

 1. Kristrun Hauksdottir

  „Einlæg og nístandi saga um einelti, uppreisn og leit að samastað ítilverunni. Saga sem virkilega snertir lesandann.“
  Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið

 2. Kristrun Hauksdottir

  „Þetta er afar læsileg bók, gríðarlega áhrifamikil og sérlega einlæg. … Bók sem gleymist ekki svo glatt.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið

 3. Kristrun Hauksdottir

  „Kostir Sjóræningjans, þessa annars bindis minninga Jóns, er einlægnin sem í verkinu felst; sjónarhorn drengsins og frásagnarmáti mótaður af hans innri rödd. Þessi einlægni auðveldar lesandanum að setja sig í hans spor … Honum tekst virkilega vel upp við að lýsa hugarheimi og rökvísi þess sem er á skjön við umhverfið, og í raun hundeltur og ofsóttur. Það kemur á óvart hversu djúpstæð sorg er undirliggjandi í frásögninni yfir því að vera misskilinn og eilíft fórnarlamb eineltis … Sjóræninginn … sannar svo um munar að það er hægt að vinna sig í gegnum erfiðustu kringumstæður. Styrkur verksins liggur í þeim boðskap og jafnframt í þeim afgerandi áfellisdómi sem hún flytur hvað skólakerfi og uppeldismarkmið tiltekins tíma varðar.”
  Fríða Björk Ingvarsdóttir / Víðsjá

 4. Kristrun Hauksdottir

  „Hann er dáldið séní, hann Jón.“
  Egill Helgason / Kiljan

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sömu höfunda