Á einum geisladiski eru hér gefnar út 15 bækur úr þessu safni úrvalsbóka fyrir smáfólkið.

Hér mætast kynslóðirnar, því sumar bókanna voru fyrst gefnar út um miðja síðustu öld en aðrar nú um aldamótin. Afbragðsgóðar þýðingar fjögurra þýðenda láta vel í eyrum ungra sem aldinna og má vel njóta þess að hlusta á þær aftur – og aftur – og stytta yngstu kynslóðinni stundir á uppbyggilegan hátt.

Sögurnar fimmtán eru: Stúfur, Þrír litlir grísir, Græni hatturinn, Benni og Bára, Svarta kisa, Geiturnar þrjár, Tommi er stór strákur, Kötturinn Branda, Litla rauða hænan, Hjá afa og ömmu, Villi hjálpar mömmu, Þegar Kolur var lítill, Kolur í leikskóla, Mamma er best, Ari og Ása leika sér.

Hanna G. Sigurðardóttir útvarpskona les. Hljóðbókin er um ein klukkustund í hlustun.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.