Þú ert hér://Skessukatlar

Skessukatlar

Höfundur: Þorsteinn frá Hamri

Rödd að utan

Þið,
innan við þilið.

Sofið áfram,
sofið.

Dveljið sem lengst í draumi,
leikjum hans, sumri og sátt.

Því myrkt er í mér. Ég er bilið
sem aðskilur alla: vakan,

gljúfrið, ófærugilið.

 

Skessukatlar er tuttugasta frumsamda ljóðabók Þorsteins frá Hamri en einnig hafa komið út söfn og úrvöl ljóða hans. Skessuketill er hola í berg, segir Íslensk orðabók, „mynduð við núning steinhnullunga sem þyrlast í hringiðu“, og má hugsa sér að skáldið vísi með titlinum öðrum þræði til nútímans með hraða sínum og óþoli. Ljóðin eru mörg hlý og óvenju persónuleg en önnur almennari og ádeilukennd. Endurtekið stef er margslungin tengsl nútíma og fortíðar.

Frá 3.100 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 54 2013 Verð 4.450 kr.
Mjúkspjalda 54 2014 Verð 3.100 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkur:

6 umsagnir um Skessukatlar

 1. Bjarni Guðmarsson

  „Ég giska á að enginn móðgist þótt ég kalli Þorstein frá Hamri höfuðskáld Íslendinga núlifandi.“
  Þorgeir Tryggvason / Kjarninn.is

 2. Bjarni Guðmarsson

  „Ég held að það sé óhætt að segja að Þorsteinn frá Hamri hafi náð einstaklega góðum samningi við tímann, bæði með þessari bók og fjölda fyrri verka sem hafa grætt marga auðnumela orðum sem eru full af næringu og nýjum fjörefnum sem við höfum enn ekki borið kennsl á.“
  Gauti Kristmannsson/Víðsjá

 3. Bjarni Guðmarsson

  „Svo fínn og vandaður og góður skáldskapur að það verður varla gert betur.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir/Kiljan

 4. Bjarni Guðmarsson

  „Eitt af höfuðskáldum þjóðarinnar.“
  Egill Helgason/Kiljan

 5. Bjarni Guðmarsson


  „Skessukatlar Þorsteins frá Hamri er áhrifamikið verk sem leitar á lesandann og dýpkar við hvern lestur.“
  Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið

 6. Bjarni Guðmarsson


  „Heilsteypt og fjölbreytt ljóðabók eftir eitt af okkar allra bestu skáldum.“
  Jón Yngvi Jóhannsson/Fréttablaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund