Höfundur: Sally Green

Nathan er blendingur, afkvæmi svartanornar og hvítanornar, skemmdur á sál og líkama eftir áralangar pyntingar hvítanorna. Samhliða hafa þær þó þjálfað hann með heraga fyrir skelfilegt verkefni sem honum er ætlað.

Nathan finnur hið illa eðli svartanornanna ná tökum á sér en þráir að ráða örlögum sínum sjálfur.

Skuggahliðin er fyrsta bókin í þríleik, æsispennandi og óhugnanleg í senn. Hún hefur slegið í gegn um allan heim og verið þýdd á 51 tungumál.

Salka Guðmundsdóttir þýddi.