Höfundur: Stefán Sigurkarlsson

Ljóð Stefáns Sigurkarlssonar einkennast af þýðleika og þokka og dálítið fjarstæðukenndri gamansemi á köflum.

Víða beitir hann hnífsbragði rómantískrar íróníu með góðum árangri, en annars staðar sýnir hann á sér alvarlegri hliðar.

Sammerkt eiga svo ljóðin hans öll þá myndvísi og fágun sem er aðal góðs skáldskapar.