Þú ert hér://Arftakinn: Skuggasaga #1

Arftakinn: Skuggasaga #1

Höfundur: Ragnheiður Eyjólfsdóttir

Enginn tekur eftir Sögu. Þannig hefur það alltaf verið. Hún sér líka hluti sem enginn annar sér en er löngu búin að læra að þegja yfir því. Eftir að húshjálpin í kjallaranum hverfur sporlaust og í hennar stað birtist skuggalegur óvættur fær Saga loks skýringu á því hvers vegna hún er öðruvísi en aðrir. En það er skýring sem erfitt er að horfast í augu við og um leið upphafið að ótrúlegu ævintýri.

Skuggasaga – Arftakinn er fyrsta bók Ragnheiðar Eyjólfsdóttur, margslungin og spennandi furðusaga fyrir alla aldurshópa sem bar sigur úr býtum í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2015.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 412 2015 Verð 4.390 kr.
Rafbók - 2016 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / /

3 umsagnir um Arftakinn: Skuggasaga #1

 1. Bjarni Guðmarsson

  „… lesendur eru alveg jafn ringlaðir og [Saga] og naga handarbökin af spenningi … heimurinn sem Ragnheiður skapar er mjög vel gerður og honum er lýst ákaflega fallega … Vonandi verður framhaldið jafn spennandi og þessi flotta verðlaunabók.“
  Helga Birgisdóttir / hugras.is

 2. Bjarni Guðmarsson

  „Skuggasaga – Arftakinn er bæði spennandi og grípandi saga fyrir stálpuð börn og unglinga. Sýnin á álfa og þjóðsögur er frumleg og áhugaverð og fer vel að nýta hefðir fantasíunnar og þjóðsagnaarfinn saman á þennan hátt. Hetjan Saga grípur lesandann og upplifun hennar á því hvernig það er að kynnast og laga sig að nýjum aðstæðum og nýrri heimsmynd er sérlega vel útfærð og er vel til þess fallin að lýsa leit hennar að uppruna sínum og sjálfri sér.“
  María Bjarkadóttir / bokmenntir.is

 3. Bjarni Guðmarsson

  „Fantagóð og spennandi bók.“
  Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund