Höfundur: Judi Barrett

“Skýjað með kjötbollum á köflum” er þýðing á einni vinsælustu barnabók heims, “Cloudy With a Chance of Meatballs”, en hún kom fyrst út fyrir 31 ári síðan og hefur selst í yfir þremur milljónum eintaka um allan heim. Bókin fjallar um tvö systkini sem heyra hjá afa sínum sögur af bænum Matarkistu þar sem hægt er að treysta á rigningu þrisvar sinnum á dag og alltaf í kringum matmálstíma; á morgnana, í kringum hádegi og um kvöldmatarleytið. Nema hvað að þetta er engin venjuleg rigning því að af himnum ofan rignir mat og íbúar Martarkistu þurfa ekki annað en að stíga út fyrir til að ná sér í allan þann mat sem þau þurfa á að halda. Allt leikur í lyndi þar til eitthvað fer hræðilega úrskeiðis. Maturinn sem fellur af himnum ofan tekur að stækka hættulega mikið og mataróveður verða æ algengari með skelfilegum afleiðingum. Nú eru góð ráð dýr fyrir íbúa Matarkistu.