Höfundur: Friðrik Indriðason

Í bókinni fer Stuðmaðurinn Tómas M. Tómasson á kostum í frásögn sinni af poppurum og öðrum kynlegum kvistum sem hann hefur komist í kynni við á sinni viðburðarríku ævi. Persónugallerí bókarinnar er fjölbreytt og inniheldur allt frá heimsfrægum erlendum tónlistarmönnum yfir í hina íslensku hvunndagshetju. Þetta eru sögur sem gott er að grípa í og lesa sjálfum sér til skemmtunar, en ekki síður til að deila með öðrum í góðra vina hópi.