Sérkennilegur háskólakennari leigir sér íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík eftir áralanga dvöl erlendis. Hann kemst að því að sá sem bjó í íbúðinni á undan honum hafi komist upp á kant við aðra íbúa hússins og fær á tilfinninguna að þeir hafi gert samsæri gegn sér. Eftir því sem dagarnir líða tengist líf hans ævintýrum ungrar listakonu sem starfar í búningaleigu við Hverfisgötu og er líka að festast í svikaþráðum samtímans.