Höfundur: Þórdís Björnsdóttir

Ung kona kemur til ókunnugs bæjar, með heimilisfang á bréfmiða og lykla í vasanum. Ferðinni er heitið í íbúð á efstu hæð í gömlu húsi, þar sem ekki er allt sem sýnist. Hún leitar horfins manns og hefur ástæðu til að ætla að hann sé að finna í bænum. En hvernig á að leita þeirra sem ferðast utan eigin líkama?