Höfundur: Hrafnhildur Valgarðsdóttir

Skáldsagan Söngur Súlu gerist á árunum 1944 – 1960 í Reykjavík. Fjöldskyldur flykkjast til höfuðborgarinnar í leit að nýju lífi. Þar er nóga vinnu að fá og peningar flæða inn í landið en að sama skapi fæst fátt fyrir þá vegna vöruskorts og skorts á húsnæði. Fólk býr sér heimili á ólíklegustu stöðum, m.a. í gluggalausum geymslum og bröggum sem Bretar skildu eftir sig hér á landi.

Sagan segir frá þeim Helga og Hafdísi Lilju, ungu fólki af landsbyggðinni sem leita að ævintýrinu í Reykjavík. Þau keyptu sér hálfan bragga og byrjuðu búskap. Þar upplifðu þau miklar raunir og skópu þau þeim hörmuleg örlög. En lífið hélt áfram og fylgst er með einu barna þeirra, Súlu sem síðar leiðir söguna. Hún flækist milli heimila og kynnist mörgu.

Ný millistétt hefur litið dagsins ljós, konur eru kallaðar frúr og menn ganga með hatta, hin nýja stétt er stolt og velmegandi. Reykjavíkurborg er að fæðast.

Höfundur les.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.