Höfundur: Isaac Asimov

Í fjarlægri framtíð fær lögreglumaðurinn Lije Baley það erfiða verkefni að rannsaka dularfullt morð á mikilsmetnum Geimverja. En ekki nóg með það, Geimverjar treysta ekki Jarðarbúum einum til að fást við málið og senda honum aðstoðarmann til fulltingis, Daneel V. Olivaw. Í ljós kemur hvað V stendur fyrir: Daneel er óvenjufullkomið vélmenni. Baley þarf að yfirvinna fordóma sína gagnvart vélmennum til að upplýsa glæpinn sem ógnar viðkvæmum samskiptum í geimnum.