Höfundur: Hermann Stefánsson

Daginn áður en Guðjón Ólafsson heldur á rithöfundaþing í Tékklandi fyllist hann grunsemdum um að Helena kona hans standi í ástarsambandi við annan mann, mann sem hann raunar gjörþekkir. Næstu daga, á milli þess sem Guðjón umgengst aðra þingfulltrúa og situr við skriftir í leiguherbergi í Prag, renna á hann stöðugt fleiri grímur. Hann sér líf sitt í nýju ljósi, skáldsagan sem hann vinnur að verður fyrir skyndilegum áhrifum frá portúgalskri sjálfshjálparbók og fórnarmorð liggur í loftinu.