Höfundur: Régine Deforges

Stefnumót við Austrið er sjálfstætt framhald bókanna um Stúlkuna á bláa hjólinu. Hér er sögusviðið Indókína á árunum 1947­49 þar sem Frakkar eiga í baráttu við skæruliða. Léa og François lenda í hringiðu ógnandi atburða og lífsháskinn er ávallt á næsta leiti. Líkt og í fyrri bókum Régine Deforges setja heitar tilfinningar sterkan svip á frásögnina og við sögu koma ýmsar nafntogaðar persónur.