Í ævisögu Steingríms Hermannssonar er ekkert dregið undan. Í þessari bók eru óvæntar afhjúpanir úr innsta hring stjórnmála og litríkar frásagnir af valdabaráttu eftirminnilegra einstaklinga. Hér er fjallað um þau ár sem Steingrímur stóð á hátindi ferils síns, ár hans í forsætis og utanríkisráðuneytinu 1983-91 og í stóli seðlabankastjóra.

Þessi lokahluti ævisögu Steingríms Hermannssonar er sjálfstætt framhald fyrri bindanna tveggja, en fyrir þau hefur Dagur B. Eggertsson hlotið mikið lof.

Ævisaga Steingríms Hermannssonar er allt í senn; átakanleg örlagasaga, spennandi og skemmtileg, auk þess að vera uppfull af litríkum persónum og eftirminnilegum atvikum frá stórfróðlegri ævi.