Stundum er erfitt að lúta aga foreldra og koma heim klukkan níu á kvöldin! Sérstaklega þegar eitthvað spennandi og stórkostlegt er í uppsiglingu. Það finnst Ellie að minnsta kosti - og þegar flottur gæi verður skotinn í HENNI - en hvorki hinni æðislegu Mögdu né svölu og svartklæddu Nadine - verður hún að grípa til sinna ráða! Leiftrandi fyndin og raunsönn bók um unglingsstelpur sem fékk frábærar viðtökur íslenskra lesenda.

„Þetta er alveg æðisleg bók, mjög fyndin og raunveruleg...svo vel skrifuð og fyndin að ég er byrjuð á henni í þriðja sinn. Ef ég væri þú myndi ég ekki hika við að lesa þesa bók!“
Nanna Elísa Jakobsdóttir, 12 ára / kistan.is