Höfundur: Ingvi Þór Kormáksson

Atli Jón er maður á miðjum aldri sem býr í Reykjavík. Eitt og annað plagar hann. Hann veit ekki enn hvað hann vill verða þegar hann verður stór. Eiginkonan er farin frá honum. Hann býr því einn með kettinum Brandi og lætur sér leiðast.

En svo fer ýmislegt óvænt að gerast í lífi Atla. Hann kemst á snoðir um leyndarmál sem leiðir hann á vit vafasamra manna sem virðast tengjast dularfullum dauðsföllum.

Stigið á strik er þriðja bók höfundar sem hlaut glæpasagnaverðlaunin Gaddakylfuna árið 2009.