Stiklað á stóru um býsna margt

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2012 169 2.065 kr.

Stiklað á stóru um býsna margt

2.065 kr.

Stiklað á stóur um býsna margt
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2012 169 2.065 kr.

Um bókina

Vissir þú að:
• sérhvert atóm í líkama þínum var í öðrum lífverum og stjörnum áður en það endaði í þér?
• ef þú ert meðalstór krakki býrðu yfir nægilegri orku til að springa með sama krafti og stór vetnissprengja?

Hvað varð um risaeðlurnar?
Hversu stór er alheimurinn?
Hversu þung er jörðin?
Hvers vegna er sjórinn saltur?
Lendir jörðin í árekstri við smástirni?

Stiklað á stóru um býsna margt er styttri og aðgengilegri útgáfa af metsölubókinni Stiklað á stóru um næstum allt, ætluð yngri lesendum og prýdd fjölda teikninga.

Hér kynnir Bill Bryson til sögunnar aragrúa vísindamanna sem mótað hafa þekkingu okkar á heiminum og segir frá krókaleiðum vísindanna: fráleitum hugmyndum sem lifðu allt of lengi og fárán­legum tilviljunum sem leiddu til nýrrar þekkingar. Hann útskýrir flóknar kenningar um tíma og rúm og leitar að ástæðum þess að líf kviknaði einmitt hér, á plánetunni okkar.

Bill Bryson er höfundur fjölmargra vinsælla vísinda- og ferðabóka. Einstök frásagnargáfa hans nýtur sín einkar vel þegar gera þarf flókna hluti skiljanlega og skemmtilega fyrir alla aldurshópa.

Guðni Kolbeinsson þýddi.

„Þetta er ómissandi bók fyrir forvitin ungmenni.”
Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið

****
„Ef þú vilt fræðast á einfaldan og aðgengilegan hátt um það hvernig jörðin varð til, lífið kviknaði, menn komu fram á sjónarsviðið, um merkustu uppgötvanir mannsandans og margt fleira þessu tengt, þá er Stiklað á stóru um býsna margt kjörin bók fyrir þig. Jafnt fyrir fullorðna sem ungmenni, það hef ég sannreynt á fjölskyldunni.”
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið

 

Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning