Höfundur: Jan Wallentin

Í gömlum námugöngum í sænsku Dölunum finnst lík sem heldur á krossi. Í ljós kemur að krossinn tengist týndri stjörnu. Gripirnir tveir eru lykill að best varðveitta leyndarmáli veraldar.

Þegar gripirnir koma fram í dagsljósið eftir að hafa verið faldir í heila öld getur eltingarleikurinn hafist. Sagnfræðingurinn Don Titelman er bæði veiðimaður og bráð í þeirri æsispennandi atburðarás sem nú hefst – án þess að hann viti hvers vegna. Eitt er hann þó með á hreinu: lendi krossinn og stjarnan í röngum höndum er voðinn vís.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.