Þú ert hér://Stóra matarbókin

Stóra matarbókin

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Farið er rækilega yfir alla helstu grunnþætti matargerðar, frá sósugerð, pastagerð og flökun á fiski yfir í kökubakstur og ísgerð. Einnig er sagt frá undirstöðuatriðum í svæðisbundinni matargerð, t.d. kínverskri, taílenskri og mexíkóskri. Í bókinni eru þúsundir litmynda til skýringar og áhersla er lögð á að sýna og kenna vinnubrögð og aðferðir. Mörg hundruð uppskriftir eru í bókinni, sem er stútfull af fróðleik, leiðbeiningum og hugmyndum sem tryggja frábæran árangur í eldhúsinu.

Ýmsir þekktustu og færustu matreiðslumeistarar heims sýna hér grunnaðferðir og eigin útfærslur, miðla af reynslu sinni og ljúka upp leyndardómum eldhússins.

Jill Norman aðalritstjóri bókarinnar hefur skrifað og ritstýrt fjölda matreiðslubóka og fengið margar viðurkenningar fyrir. Nanna Rögnvaldardóttir þýddi og staðfærði.

Verð 10.360 kr.

Ekki til á lager

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin - 2007 Verð 10.360 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: /

3 umsagnir um Stóra matarbókin

 1. Bjarni Guðmarsson

  „Nanna er móðir íslenskrar matargerðar.“
  Sigmundur Ernir Rúnarsson / Mannamál, Stöð 2

 2. Bjarni Guðmarsson

  „Góð fyrir þá sem dreymir um betri tíð í eldhúsinu.“
  Katrín Jakobsdóttir / Mannamál / Stöð 2

 3. Bjarni Guðmarsson

  „Alveg frábær matreiðslubók, bæði lærdómsrík og stórglæsileg.“
  Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund