Nú streymir þekking fram og til baka, út og suður og Ísland þarf að búa sig undir að geta haldið og laðað til sín þekkingu og að vera opið fyrir því að hingað komi „ókunnugir“ til að fjárfesta. Ísland hefur tækifæri til að vera ríkasta og mest skapandi þjóðfélag í heimi en til þess þarf ólík þekking, reynsla og jafnvel menning að fá að dansa í kringum íslenskt atvinnulíf.
Í bókinni bendir höfundur á að íslenskt viðskipta- og efnahagslíf stendur á krossgötum um þessar mundir og þjóðin, fyrirtækin og stjórnvöld þurfi að skoða þau tækifæri sem felast í aukinni hnattvæðingu.

Þetta er bók fyrir fólk í atvinnulífinu og hinn almenna borgara sem vill fræðast um hinar miklu breytingar sem orðið hafa á viðskiptaumhverfinu.

[Domar]
„Bókin Straumhvörf er hvort tveggja í senn fræðandi og upplýsandi. Hún varpar skýru ljósi á hvernig íslenskt þjóðfélag hefur alþjóðavæðst á undanförnum árum. Höfundi hefur að mínu mati tekist mjög vel að skýra margar þær kenningar sem settar hafa verið fram um það hvernig fyrirtæki fara inn á nýja markaði. Ég tel bókina því eiga erindi til allra þeirra sem áhuga hafa á viðskiptum og alþjóðavæðingu. Bókin er vel skrifuð og þannig framsett að hún hentar einkar vel til kennslu í alþjóðaviðskiptum.“
Ásta Dís Óladóttir

[/Domar]