Þú ert hér:Forsíða/Bókabúð/Stríðsárin 1938-1945

Stríðsárin 1938-1945

Höfundur: Páll Baldvin Baldvinsson

Í þessu magnþrungna stórvirki er Ísland fært inn á landakort heimsstyrjaldarinnar síðari og sýnt hvernig það varð órofa hluti af hildarleiknum sem fram fór um víða veröld – og ekki síst á hafinu kringum landið. Grimmd, lífsþorsti, hetjudáðir og hryllingur stríðsátakanna er dreginn fram í fjölda frásagna, fréttaskeyta, leyniskjala, dagbóka og minningabrota, auk þess sem verkið geymir aragrúa ljósmynda, innlendra og erlendra, sem margar koma nú í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir.

Páll Baldvin Baldvinsson, bókmenntafræðingur og menningarrýnir, hefur um árabil haft brennandi áhuga á þessu einstæða tímabili í sögu þjóðarinnar. Verkið er afrakstur gríðarlega umfangsmikillar vinnu hans við söfnun ljósmynda, endurminninga og annarra heimilda um stríðsárin.

* * * * *
„Þessi bók er meiriháttar afrek og hér hefur hreint þrekvirki verið unnið sem er öllum hlutaðeigendum til mikils sóma ... Stríðsárabók Páls Baldvins er slíkur hafsjór af fróðleik að hægt er að gleyma sér tímunum saman ... fær allra bestu meðmæli og fullt hús stjarna.“
Jón Agnar Ólason / Morgunblaðið

„Fræðirit ársins ... Magnaðar myndskreytingar gera sitt til að gera bókina framúrskarandi vel heppnaða. Einstakt þrekvirki.“
Árni Matthíasson / Morgunblaðið

Verð 14.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin10802015 Verð 14.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: /