Þegar Letistrumpur er sendur út í skóg að strumpa eldivið er hann bitinn af ógurlegri eiturflugu. Hann breytir strax um lit, verður dimmblár og stórhættulegur. Nú þarf Æðstistrumpur að leggja höfuðið í bleyti og finna lækningu.

Strumparnir hafa notið gríðarlegra vinsælda um árabil. Nú koma sögurnar um þá út í skemmtilegum bókum sem henta lesendum frá þriggja ára aldri.

Sölvi Björn Sigurðsson þýddi.