Maryam er rænt af Boko-Haram skæruliðum og neydd í hjónaband. Hún upplifir þjáningar og hrylling samfélags karlmanna sem láta stjórnast af trúarlegu ofbeldi. Hún er bara barn sem þarf að komast af sem kona með sitt eigið barn.

Þegar heimur hennar virðist stefna beint til helvítis opnast henni hlið inn í annan heim sem ekki er mikið skárri, erfiði og hryllingur í óblíðum óbyggðum Norð-austur Nígeríu, í gegnum skóga og auðnir og heim til sín þar sem hennar sködduðu sál er mætt af blindri dómhörku samfélags í afneitun