Höfundur: Nick Bruel

Eigendur Svörtu kisu færa henni óvæntan glaðning, stórt og illa þefjandi fyrirbæri sem slefar, en hvað í strandflotanum er þetta eiginlega? Svarta kisa heldur að það sé . . . hundur. OJ!

Hinir kettirnir í hverfinu álykta þó af sínu skynsama viti að glaðningurinn hljóti að vera nýr köttur og bjóða honum því að taka þátt í sjálfum Kisukattaólympíuleikunum. En þrátt fyrir að hver kötturinn á loppur öðrum þurfi að lúta í kattagras fyrir nýliðanum á öllum sviðum kattakúnsta þá vitum við öll að óvænti glaðingurinn er í raun og veru . . . LÍTIÐ BARN!

Bækurnar um Svörtu kisu hafa slegið í gegn enda uppfullar af húmor og skemmtilegheitum sem bæði undir og aldnir kunna að meta.