Jevgeníj Petrovítsj hefur misst konu sína og býr við fátækt í París. Hann langar að freista gæfunnar og flytur búferlum til Ameríku, þar sem hann ræður sig í vinnu til auðugra mæðgina. Jevgeníj bindur miklar vonir við vin sinn í Chicago en bæði vinurinn, borgin og konurnar sem hann kynnist reynast öðru vísi en hann vænti.

Svarta meinið er skemmd sem hefur vaxið í demanti einum á löngum tíma og verður eins konar grunntónn í sögunni. Hún einkennist öll af sérstæðu andrúmslofti, sem er tjáð jöfnum höndum með atburðarás og stíl, á afar lisfengan hátt.