Diddi og Gússí, sem eru lunkin við að hafa peninga út úr félagslega kerfinu, verða fyrir hálfgerðu áfalli þegar þeim berst tilkynning um að þau fái engar greiðslur næstu 16 vikurnar.

Til allrar hamingju kemur í ljós að Gússí er erfingi að bújörð vestur í Tálknarfirði og flytja þau hjón þangað, ásamt dóttur sinni og rússneskum vini, Nikka. Þeim dettur í hug að opna bændagistingu á staðnum og þá hefst fjörið fyrir alvöru!

Spennandi gamanleikrit með nokkrum af okkar helstu gamanleikurum!

Leikendur:
Edda Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifsson, Helga Braga Jónsdóttir, Randver Þorláksson, Þórhallur L. Sigurðsson, Steindór Hjörleifsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Erlingur Gíslason, Hjálmar Hjálmarsson, Jóhann Sigurðarson, Stefán Jónsson, Árni Tryggvason, Halla Björg Randversdóttir og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir.

Leikstjórn: Randver Þorláksson.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.