Gieles býr hjá föður sínum og frænda í næsta nágrenni við flugbraut og tjaldstæði fyrir flugáhugafólk. Hann saknar móður sinnar sem dvelur mánuðum saman í Afríku við þróunarhjálp. Gieles kemur sér upp meistaralegri áætlun til að ná aftur athygli hennar. Þar leika tömdu gæsirnar hans aðalhlutverkið en einnig koma við sögu unglingsstúlka á villigötum, einstæð móðir og feitasti maður á jörðinni.
Ragna Sigurðardóttir þýddi.
Kristrun Hauksdottir –
„… samtímasaga, söguleg skáldsaga, þroskasaga, ævintýrasaga og siðferðilegt drama.“
NRC Handelsblad
Kristrun Hauksdottir –
„Sagan flýtur vel áfram og … lesandinn missir ekki áhugann eitt augnablik … þar fer allt saman sem gerir góða sögu: áhugaverð framvinda, vel skapaðar persónur, drama, húmor og söguleg yfirsýn. … Ragna Sigurðardóttir hefur unnið þrekvirki með þýðingunni.“
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið