Höfundur: Nikolaj Frobenius

Skyndilegt heilablóðfall rekur föður Emils Ulvdals í kvalarfulla og erfiða ferð að lífslokum. Í ferðinni skiptast á skin og skúrir, hægur bati og snöggt bakslag. 

Viktor breytist úr því að vera kærleiksríkur og ómissandi faðir og afi í sjúkan og hruman mann sem verður sífellt háðari öðrum. Hann er sendur á milli sjúkrahúsa, skammtímarýma og eigin heimilis sem hentar honum alls ekki. 

Hjá Emil snýst tilveran um veikan föður sinn: Hvernig á hann að sjá til þess að faðir hans búi við öryggi og að þeir fjarlægist ekki hvor annan?