Höfundur: Melissa Heckscher

LEIÐARVÍSIR FYRIR ELDHEITA ELSKENDUR

Í bókinni eru einfaldar leiðbeiningar um 152 atriði – allt frá siðprúðum leiðbeiningum um saklaust daður yfir í sjóðheitar og ögrandi lýsingar – og allt er útskýrt í bæði máli og myndum.

Hér er hægt að finna allt um það hvernig þú átt að klæða þig, tala og beita líkamanum til að senda frá þér réttu skilaboðin, hvernig stjörnumerkin passa saman, fyrsta stefnumótið, lokkandi máltíðir og svo hvað pör geta gert til að láta ástalífið blómstra í góðu sambandi.

Þetta er bókin fyrir öll pör og annað áhugafólk um ástarsambönd. Skiptist í kaflana daður, kelerí og svo samband.