Flestir krakkar spyrja sig einhvern tíma spurninga á borð við: Hvernig verða börnin eiginlega til? Er það satt að öll börn verði til úr frumu og eggi? Hafa allir verið í maganum á mömmu sinni og hvað gerist þar inni í níu langa mánuði? Hvað stjórnar því hvort barn verður stelpa eða strákur? Hvernig kemst barnið svo út úr maganum?

Í þessari bók er þessum spurningum og mörgum öðrum svarað á einkar líflegan og skemmtilegan hátt í máli og myndum. Fjallað er um það mikla ævintýri sem á sér stað þegar líf kviknar og barn fæðist – ævintýrinu sem allir hafa upplifað sjálfir en muna samt ekkert eftir því!