Höfundur: Mary Higgins Clark

Átján ára stúlka, Kerry, finnst látin í sundlaug eftir að hafa haldið partí í fjarveru foreldra sinna.

Eldri systir Kerry er staðráðin að komast að því hvað gerðist. En með því stofnar hún eigin lífi í stórhættu — í litlum bæ þar sem allir þekkja alla …

Nýi spennutryllirinn frá drottningu spennusagnanna. Æsispennandi metsölubók sem rauk beint í efsta sæti metsölulista víða um heim.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 5 klukkustundir og 46 mínútur að lengd. Kristjana Eysteinsdóttir les.