Þú ert hér://Það sem að baki býr

Það sem að baki býr

Höfundur: Merete Pryds Helle

Stúlkan Marie elst upp á dönsku eynni Langeland á fjórða og fimmta áratugnum í barnmargri, fátækri fjölskyldu þar sem matur og hjartahlýja eru af skornum skammti. Og svo kemur stríðið og gerir illt enn verra.

Ljósið í myrkrinu er málverkið á veggnum í hreysi fjölskyldunnar, sem alltaf þarf þó að færa út í fjós þegar amma kemur í heimsókn – og bláeygði rafvirkjaneminn Otto, sem heillast af Marie.

Saman sleppa þau úr klóm örbirgðarinnar og ofbeldisins og flytja til Kaupmannahafnar til að öðlast nýja og bjartari framtíð – en Langeland fylgir þeim alla leið.

Merete Pryds Helle byggir þessa grípandi og dramatísku ættarsögu á sinni eigin fjölskyldu, einkum þó móður sinni. Það sem að baki býr hefur hlotið afar góðar viðtökur og fékk bæði Gylltu lárviðarlaufin og Bókmenntaverðlaun Politiken árið 2016, auk annarra viðurkenninga.

Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.

Frá 1.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 413 2018 Verð 3.490 kr.
Rafbók - 2018 Verð 1.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

4 umsagnir um Það sem að baki býr

 1. Eldar


  „Það sem að baki býr er ótrúleg saga (…) byggð á raunverulegu lífi móður höfundarins, Merete Pryds Helle, og gefur einstaka innsýn í lífið á dönsku eyjunni Langeland á stríðsárunum, og flóttanum til höfuðborgarinnar á eftirstríðsárunum í burtu frá fátækt og ofbeldi.“
  Þorgerður Anna Gunnarsdóttir / Morgunblaðið

 2. Eldar


  „Fagurt á grófum fleti (…) Það sem að baki býr er einhvers konar yfirfull ættarkista af atburðum, djúpum sorgum og stundargleði, sem manni finnst blaðsíð- urnar 400 stundum hreinlega ekki duga undir eða ná að beisla.“
  Júlía Margrét Alexandersdóttir / Morgunblaðið

 3. Elín Pálsdóttir


  „Yndisleg saga, sögð af tilfinninganæmi, sönn og mikilvæg.“
  Femina

 4. Elín Pálsdóttir

  „Bókin er svo nærgöngul og ekta að það er mjög erfitt að leggja hana frá sér.“
  Bogrummet.dk

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *