Höfundur: Birgitta H. Halldórsdóttir

Anna, ung rannsóknarlögreglukona, er send til smáþorpsins Sandeyrar, til að ljúka rannsókn á sviplegu morðmáli. Hún fer nauðug viljug, því að einmitt á Sandeyri hafði hún sjálf orðið fyrir hrottalegri nauðgun á unglingsaldri. Málið virðist liggja ljóst fyrir. En í ljós kemur að fátt er eins og það virðist vera við fyrstu sýn, undir sléttu og felldu yfirborði þorpslífsins krauma lestir og illmennska og sögulok eru óvænt í meira lagi.