Höfundur: Lára Björg Björnsdóttir

Í fyrstu bók sinni Takk útrásarvíkingar fjallar pistlahöfundurinn Lára Björg Björnsdóttir um ósköp venjulega hluti á afar óvenjulegan hátt. Hún veitir lesendum glænýja sýn á bankastörf, fjallgöngur, helgarferðir, majones, hönnun, flughræðslu, Belgíu, atvinnuleysi, fótbolta, lúxushótel, náttúruhamfarir, þrif, hárvítamín, karlrembu, Ítalíu, lofhræðslu, McDonalds, pólitík, Bónus, gestrisni, Chicago, símtöl, Melabúðina, einveru og ættfræði. Upp með bókina kæru lesendur. Lára er hér. Takk Útrásarvíkingar!