Tálsýn

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2022 275 5.690 kr.
spinner
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2022 275 5.690 kr.
spinner

Um bókina

Líf Önnu er eins og spegilslétt yfirborð vatnsins. Þar birtist mynd af framakonu sem allir vegir eru færir. Hún gegnir ábyrgðarmiklu starfi hjá alþjóðlegum fjárfestingabanka í Sviss, þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum og syni, og hennar bíða frekari vegtyllur. Sjónvarpsmaðurinn Tryggvi vinnur að þáttum um þessa íslensku framakonu í hörðum heimi viðskiptanna og með þeim þróast vinskapur. En er allt sem sýnist? Spegill vatnsins gárast og óljósir atburðir og vísbendingar um að óvinveitt öfl sæki að Önnu og eiginmanni hennar hrannast upp. Um leið vitja hennar draugar úr fortíðinni og smám saman molnar úr undirstöðum þess lífs sem hún hefur skapað sér. Þegar þræðirnir koma saman stendur Anna frammi fyrir erfiðum valkostum – en kannski hefur hún ekkert val.
Rannveig Borg Sigurðardóttir vakti mikla athygli með fyrstu bók sinni, Fíkn. Rannveig er búsett í Sviss, þar sem hún starfar sem lögfræðingur.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Tálsýn”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning