Lögfræðingurinn Halla Bryndís lendir í því að fá ranga ferðatösku þegar hún lendir í London og mikilvægir fundir framundan. Hvað gerir kona sem situr uppi með allt annan fataskáp en sinn eigin? Samhliða því sem við fylgjumst með Höllu Bryndísi leita út fyrir þægindaramma sinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum er skyggnst inn í dramatískt líf eiganda ferðatöskunnar.
Grípandi og spennandi saga af tveimur ólíkum konum og leit þeirra að lífsfyllingu og hamingju.