Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi: Napólí-fjórleikurinn #3

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2016 x 2.590 kr.
spinner
Rafbók 2017 1.490 kr.
spinner

Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi: Napólí-fjórleikurinn #3

1.490 kr.2.590 kr.

Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2016 x 2.590 kr.
spinner
Rafbók 2017 1.490 kr.
spinner

Um bókina

Napólí-sögur Elenu Ferrante fara nú sannkallaða sigurför um heiminn. Þessi sagnabálkur, alls fjórar bækur, fjallar um vinkonurnar Lilu Cerullo og Elenu Creco og flókna vináttu þeirra allt frá uppvextinum í einu af fátækari hverfum Napólí á sjötta áratugnum til fullorðinsára.

Elena, sem segir söguna, fetar menntaveginn en Lila styttir sér leið um giftingu til fjár. Í bakgrunni eru hinar miklu þjóðfélagsbreytingar á seinni hluta 20. aldar sem hafa á hrif á líf þeirra og vina þeirra. Þetta eru sögur um djúpa vináttu og flóknar kenndir, umbreytingar, lífsviðhorf, æðruleysi og örvæntingu.

Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi er þriðja bókin í þessum vinsæla bálki. Hér takast vinkonurnar á við fullorðinslífið og fara hvor í sína átt til að brjótast út úr fátækt og stöðnun; Lila sem fráskilin móðir en Elena fetar menntaveginn. Og þá reynir á hin sterku bönd sem tengja þær saman.

Áður hafa komið út hjá Bjarti fyrri bækurnar tvær: Framúrskarandi vinkona og Saga af nýju ættarnafni. Á bakvið höfundarnafnið Elena Ferrante er rithöfundur sem enginn veit hver er. Elena sagði ítölskum útgefanda sínum, bréflega, að bækurnar tali fyrir sig sjálfar og þurfi sín ekki lengur með.

Brynja Cortes Andrésdóttir þýddi úr ítölsku.

Tengdar bækur

Lygalíf fullorðinna
1.690 kr.3.290 kr.
Dagar höfnunar - Elena Ferrante
1.190 kr.
Óþægileg ást - Elena Ferrante
2.190 kr.
Sagan af barninu sem hvarf
1.490 kr.2.190 kr.
Saga af nýju ættarnafni
1.490 kr.2.590 kr.
Framúrskarandi vinkona
1.490 kr.2.590 kr.

INNskráning

Nýskráning