Höfundur: Hildur Þórðardóttir

Tendraðu ljósið innra með þér fjallar um orkustöðvarnar, hvaða tilfinningar og viðhorf búa í hverri stöð, hvað getur stíflað þær og hvernig við getum heilað þær. Hvar býr meðvirkni? Ótti? Höfnun? Öryggisleysi? Skömm? Hvernig getum við fundið innri frið?

Í orkulíkamanum geymum við líka ýmislegt úr fortíðinni og fyrri lífum sem kemur upp á yfirborðið, eftir því sem við vinnum meira með okkur sjálf, til að gefa okkur tækifæri til að heila það í burtu. Því meira sem við heilum fortíðina því auðveldara verður að takast á við nútíðina og lífið. Heilun orkustöðvanna er markviss leið til sjálfsheilunar og andlegs þroska.

Þetta er sjötta bók Hildar og sú fjórða á íslensku, en áður hafa komið út bækurnar Taumhald á tilfinnningum, Finndu styrkinn til að gera það sem þú vilt og skáldsagan Á leið stjarnanna og vindsins. Ensku bækurnar eru Heal Yourself to Happiness og Seven Keys to Freedom.

Hildur er heilari, dáleiðari og þjóðfræðingur og hefur hjálpað fólki með andlega vinnu til fjölda ára.