Höfundur: David Benioff

Tveir ungir menn hittast fyrsta sinni í fangaklefa í Leníngrad og bíða dóms fyrir hæpnar sakir. Hinn sautján ára gamli Lev Beniov stal vopni úr vasa látins hermanns. Hinn tungulipri Kolya er ásakaður um liðhlaup. Þeir eiga von á að vera skotnir á staðnum fyrir þessa glæpi en í staðinn er þeim falið sérstakt verkefni til að bjarga lífi sínu. Í borg sem hefur verið undir umsátri mánuðum saman og allar vistir eru löngu á þrotum, eiga þeir að útvega valdamiklum höfuðsmanni tólf egg sem á að nota í brúðkaupstertu dóttur hans. Falleg skáldsaga um vináttu og djörfung, bæði spennandi og skemmtileg.