Þú ert hér://Þúsund og einn hnífur: og fleiri sögur frá Írak

Þúsund og einn hnífur: og fleiri sögur frá Írak

Höfundur: Hassan Blasim

Sögusvið þessara áleitnu sagna er Írak nútímans eftir fall Saddams Hussein, þar sem ríkir vargöld og upplausn á flestum sviðum. Sögurnar eru hispurslausar og harkalegar, húmorinn svartur, en í þeim má líka finna ljóðræna fegurð og mannlega nánd.

Hassan Blasim er rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður frá Írak sem hefur búið í Finnlandi frá árinu 2004 en skrifar á arabísku. Þessi bók geymir úrval af smásögum hans sem hafa vakið geysilega athygli víða um lönd á undanförnum árum og hefur Blasim verið líkt við svo ólíka höfunda sem Kafka, William Burroughs og töfraraunsæisskáld Suður-Ameríku.

Sölvi Björn Sigurðsson þýddi sögurnar úr ensku.

Verð 3.390 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 191 2015 Verð 3.390 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

4 umsagnir um Þúsund og einn hnífur: og fleiri sögur frá Írak

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Snilldarlegar og ógnvekjandi … beiskar, ofsafengnar og ógleymanlegar sögur …“
  Wall Street Journal

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Með því að neita okkur – vestrænum lesendum – um að draga upp einfalda, skýra og hryllilega mynd af Írak og öðrum Miðausturlöndum verða sögurnar mun ískyggilegri. Þær rista dýpra því þær verða óþægilega raunverulegar og neyða okkur til að setja okkur í spor persónanna. Við fáum ekki að fela skilningsleysi okkar á bakvið grótesku ofbeldisins og þurfum þess stað að velta fyrir okkur samfélagsgerðinni og aðstæðum fólksins sem á í hlut. Þúsund og einn hnífur er prýðilegt dæmi um mikilvægi þýðinga. Það að nálgast þennan heim á íslensku, í góðri þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar, skapar nálægð við framandi og fjarlægar aðstæður. Og það getur bara talist jákvætt.“
  Már Másson Maack / Bókmenntir.is

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Ákaflega vel skrifað … Þessar sögur valda óhug. Það er mjög erfitt að lesa þessa bók frá upphafi til enda því það er aldrei hvíld frá ofbeldinu … Hann hefur gríðarlega ríkt ímyndunarafl.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „… stórmerk bók … smásögur sem eru á köflum hrollvekjandi og lýsa landi í upplausn þar sem morð og ofbeldi eru alltumlykjandi. Það er allt öðruvísi að lesa um ástandið þarna í bókmenntaverki en að kynnast því í gegnum fréttir.“
  Egill Helgason

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *