Bruce McMillan hefur skrifað og myndskreytt fleiri barnabækur um íslensk efni en nokkur annar bandarískur höfundur.

Til fiskiveiða fóru er sjötta bók hans með íslensku efni og fertugasta og þriðja bókin sem hann hefur samið. Bruce hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Hann ver oft sumrunum á Íslandi en býr í Shapleigh í Maine.

 

Bókin er einnig til á ensku undir nafninu Going Fishing.