Þú ert hér://Tími nornarinnar

Tími nornarinnar

Höfundur: Árni Þórarinsson

Á Hólum í Hjaltadal ætla menntaskólanemar frá Akureyri að frumsýna Galdra-Loft og Einar blaðamaður mætir á vettvang til efnisöflunar. Hann hefur nú yfirgefið sínar fornu veiðilendur, löggufréttir af höfuðborgarsvæðinu, og er fluttur til Akureyrar því auka skal útbreiðslu Síðdegisblaðsins á uppgangstímum á Norður- og Austurlandi.

Á leiðinni frá Hólum þarf Einar að sinna nýrri frétt: Kona frá Akureyri hefur fallið útbyrðis í flúðasiglingu, einni af hinum vinsælu óvissuferðum starfsmannafélaganna í landinu. Skömmu síðar er hún látin.

Þetta er fyrsta en ekki síðasta dauðsfallið í ískyggilegri atburðarás þessarar nýju sakamálasögu um ævintýri Einars blaðamanns.

Árni Þórarinsson tvinnar sögulegan arf Íslendinga og næma sýn á þjóðlífið saman í margslungna fléttu þar sem hver gátan rekur aðra.

Tími nornarinnar er hugmyndarík, gamansöm og hörkuspennandi skáldsaga. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2005.

Verð 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 384 2005 Verð 990 kr.
Rafbók - 2016 Verð 990 kr.

6 umsagnir um Tími nornarinnar

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Firnagóður krimmi.“
  Bjarni Brynjólfsson / Séð og heyrt

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Loksins virkilega skemmtileg sakamálasaga.“
  Stavanger Aftenblad

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Býsna lunkin flétta og ýmislegt sem kemur á óvart…prýðilegur reyfari.“
  Jón Yngvi / Kastljós

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Unnendur glæpasagna verða ekki sviknir af nornatíma Árna…kom þessi saga skemmtilega á óvart…eiginlega skelfilega á óvart svo ekki sé meira sagt.“
  Sigríður Albertsdóttir / DV

 5. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Besta íslenska glæpasagan 2005.“
  Þröstur Helgason / Lesbók Morgunblaðsins

 6. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Heillandi lesning, svört, eins og allar glæpasögur, mjög vel fléttuð, en sker sig úr fyrir hvassyrta frásögn aðalsöguhetjunnar.“
  La Vanguardia

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund