Höfundar: Edda Austmann, Linda Ólafsdóttir

Hin sígilda ópera Töfraflautan eftir Mozart, er nú í fyrsta skipti aðgengileg íslenskum börnum í nýrri útsetningu og myndskreyttri barnabók.

Þar er fuglafangarinn Papagenó í hlutverki sögumanns sem leiðir börnin í gegnum óperuna. Sagan fjallar um ránið á hinni fallegu Pamínu, dóttur Næturdrottnin­garinnar og raunum prinsins Tamínó, er hann yfirstígur mikla erfiðleika til að frelsa Pamínu frá Sarastró konungi.

Þessi ævintýraópera höfðar ákaflega vel til barna sem og fullorðinna.

Bókinni fylgir geisladiskur þar sem óperan er flutt af okkar ástsælustu söngvurum og tónlistarmönnum.