Hringadróttinssaga J.R.R. Tolkiens er ein mesta lesna bók sem út hefur komið. Í þessari bók leiðir Ármann Jakobsson lesandann inn í víðáttumikinn sagnaheim Tolkiens, rekur ættir álfa og dverga og skyggnist inn í góða heima og illa. Einnig segir hann frá manninum Tolkien og starfi hans og leiðir fram þær fjölbreyttu hugmyndir sem búa að baki verkinu. Eins og þjálfaður leiðsögumaður hrífur hann með sér jafnt aðdáendur Tolkiens og hina sem ekkert til hans þekkja í ævintýralega ferð um Hringadróttinssögu – bók sem hefur verið kölluð goðsaga okkar tíma.

Ármann Jakobsson er dr.phil í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og höfundur tveggja bóka um íslenskar konungasögur.