Arnar Eggert Thoroddsen hefur um langt árabil verið einn mikilvirkasti tónlistarblaðamaður landsins. Í Morgunblaðinu hefur hann fjallað kerfisbundið um íslenska jafnt sem erlenda tónlistarmenningu, í pistlum, viðtölum, gagnrýni og úttektum ýmiskonar.

Hér er samankomið úrval greina frá árabilinu 1999-2012 en þessi fyrsti áratugur nýrrar aldar hefur reynst mikill umbrotatími í íslenski dægurtónlist. Ástríða Arnars fyrir umfjöllunarefninu er tilfinnanleg, stíll hans snarpur og kímileitur, fullur eldmóðs en um leið bæði fræðandi og áleitinn.