Stórt seglskip er statt í sjávarháska um miðjan vetur undan klettóttri strönd. Skipverjar hamast við að berja ísinn og biðja til Guðs, allir nema einn: Sá sem er bundinn við stórsigluna og formælir heiminum, almættinu og lífinu. Hann er líka sá eini sem kemst af. 400 árum síðar er beðið eftir að hann stígi á svið ...

Túristi er ferðasaga. Leiðsögumaðurinn heitir Stefán Máni og slóðin liggur um lendur ástarinnar, um refilstigu bókmenntanna og dularfulla afkima mannsins. Ferðalöngunum er búið rúm á hóteli með leynihólfum og myrkum kjallara sem geymir margklofna rithöfunda og býður upp á drauga fortíðar í matinn. Og okkur eru sagðar sögur: sögur innan í sögum sem aftur eru sögur því við erum túristar og leiðsögumaðurinn búinn að þramma þennan veg í 400 ár.