Höfundur: Peter Robinson

Þurrkasumarið mikla stendur lögreglufulltrúinn Banks frammi fyrir skelfilegu verkefni.

Thornfield lónið hefur gufað upp í brakandi þurrkinum. Þá koma í ljós rústir litla Yorkshireþorpsins, Hobb’s End, sem geyma bein ungrar konu sem augljóslega hefur verið myrt. Nú þarf Banks að afhjúpa morðingja sem í hálfa öld hafði komist upp með grimmilegt morð.

Ljót leyndarmál Hobb’s End koma fram í dagsljósið hvert af öðru þrátt fyrir að fyrrum íbúar hafi flutt burt eða jafnvel kvatt þennan heim.