Höfundur: Thor Vilhjálmsson

Thor kallar Tvílýsi (1994) „svítu“ og það á vel við. Þetta eru sjálfstæðir prósaþættir, sumir minna á örsögur eða jafnvel prósaljóð, göldróttir, tvíræðir, sem mynda skemmtilega heild.


„Meginstyrkurinn felst í stílnum sem er í senn margslunginn og þróttmikill en þó fyrst og fremst sérstæður, svo sérstæður að enginn hefur hingað til freistast til að líkja eftir stíl Thors. Stíll hans einkennist sem fyrr af náttúrlegu, einföldu talmáli annars vegar, hins vegar af margræðri myndvísi þar sem hinu hversdagslega er gjarnan brugðið upp í nýstárlegu og óvæntu ljósi að ekki sé meira sagt. Margræðnin má þá vísa til þeirrar óreiðu sem mannlífið getur verið, og það í trássi við reglu og skipulag. […] Þetta er í senn upphafning draumsins og myndhverfing veruleikans í ljósi mótsagnakennds aldarfars.”
Erlendur Jónsson / Morgunblaðið 12.10. 1994